Áður en lengra er haldið vil ég óska lesendum gleðilegs árs og friðar.
Ég tók daginn snemma í dag.
Svona á íslenskan mælikvarða, a.m.k.
Þurfti að fara með bílinn á verkstæði. Hann þarf endilega að komast í gegnum aðalskoðun áður en við höldum aftur suður á bóginn. Þetta er reyndar þriðja verkstæðisferðin á stuttum tíma, enda er kagginn aðeins kominn til ára sinna. Þessi fjöldi ferða hefur leitt til þess að ég kann núna að ferðast í strætisvagni milli Æsufells og verkstæðisins. Leið fjögur er vagninn sem þarf að kunna á. Ekki kallast hann lengur Hagavagninn...
Í morgun sat ég sem sagt í vagninum á leið frá verkstæðinu og var kominn eitthvert áleiðis í gegnum Hólahverfið. Rétt fyrir framan mig sátu mæðgur og var dóttirin á að giska tveggja ára gömul. Svo ætluðu þær úr vagninum. Ja, móðirin ætlaði í það minnsta út, en dóttirin var ekki á því. Hékk á einni súlunni og var ósátt yfir einhverju. Mér datt í hug að hún væri ekki ánægð með að fara í leikskólann, en ekki var það nú raunin.
Eftir smáþjark, gafst móðirin upp. Trítlaði sú stutta þá fram eftir öllum strætisvagninum, alveg til bílstjórans og sagði „bæ, bæ.“ Bílstjórinn svaraði auðvitað með blessi, og svo trítlaði hnátan skælbrosandi aftur til baka að útgöngudyrunum þar sem móðirin beið. Fóru þær svo út.
Eftir sátu farþegarnir, allir með bros á vör.
Já, börnin bera gleði.
7. janúar 2013
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli