Vopnaleitin á Heathrow tók smátíma. Lengri en venjulega. Handtaskan mín var greinilega eitthvað vandamál. Hún bara kom ekki út úr gegnumlýsingarvélinni. Ekki fyrr en eftir dúk og disk.
Þá kom ábúðarfullur öryggisvörður til mín og spurði hvort hann mætti kíkja ofan í töskuna. Jú, jú, það var auðsótt mál, enda ég með hreina samvisku.
Þótt taskan sé lítil eru á henni mörg hólf. Opnaði ég hvert hólf samviskusamlega og öryggisvörðurinn tíndi allt út og renndi svo litlum sprota inn í hvert hólf fyrir sig. Pokinn með nærbuxunum og sokkunum (hreinum, vel að merkja) var tekinn varlega upp og lagt, ásamt öllu öðru, í tvo bakka. Í öðrum bakkanum voru græjur og raftæki, allt annað fór í hinn. Þegar taskan var orðin tóm, þá var henni rennt aftur inn í gegnumlýsingarvélina sem og græju- og raftækjabakkanum.
„Þegar svona mikið af tækjum er í töskunum þá er illmögulegt að sjá á röntgenmyndinni hvaða hlutir þetta eru,“ sagði öryggisvörðurinn mér.
Sem sagt, erfitt að sjá hvort ég væri með eitthvað varhugavert.
Ekkert athugavert fannst við seinni gegnumlýsingu.
Öryggisvörðurinn þakkaði mér þolinmæðina, hikaði síðan örlítið, og spurði hvort hann ætti að setja allt aftur í töskuna. Ég afþakkaði boðið og raðaði öllu eftir mínu flotta röðunarkerfi.
Sá svo aðeins eftir að afþakka. Forvitnilegt hefði nefnilega verið að sjá hvernig honum hefði tekist til að koma öllu aftur fyrir.
Skyldu menn fara á námskeið hvernig eigi að taka allt upp úr töskum og raða ofan í á nýjan leik? Kannski taka menn próf?
En, ég er allavegana vottaður hættulaus.
Í bili.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Saman kom fyrir vinnur minn a Íslandi!
Skrifa ummæli