Gulla er græjugella innst inni. Hún vildi ekki viðurkenna það á árum áður, en er núna komin úr skápnum með þetta.
Í dag minntist ég á við hana að ég hefði séð hamborgarapressu í búð einni hér í Lílongve. Skemmst er frá að segja að klukkustund síðar var frúin búin að eignast græjuna.
Þetta var líka síðasta eintakið í búðinni, svo nauðsynlegt var að bregðast snöggt við...
En þetta er græjan:
Flott tæki verður að viðurkennast.
Fyrir einhverja undarlega tilviljun stóð til að grilla hamborgara í kvöldmatinn.
Þeir tókust að sjálfsögðu frábærlega vel.
Nú er bara að fara að búa til sitt eigið hakk. Í sumar þegar ég átti leið um Jóhannesarborg, keypti ég hakkara til að festa á Kitchenaid hrærivélina okkar, en við höfum ekki enn prófað að hakka kjöt.
Nú er komið tilefni til þess.
15. september 2012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli