Fyrir einhverjum dögum ýjaði ég að því að fjölga myndi í fjölskyldunni. Í gær varð þessi spá staðreynd.
Tveir hundar búnir að bætast við.
Núna er mikið stuð. Kettir og hundar hvæsa og gelta hver um annan þveran. Snúlla, stóri Labradorinn, er sú eina sem tekur þessu öllu með stóískri ró. Sallý og Kisi, hins vegar, eru ekki alveg eins róleg yfir þessu. En sjálfsagt eiga skepnurnar eftir að venjast hver annarri.
Hér er hann Ríkó - gæti kannski heitað Rikki á íslensku:
Svo hún Bounty (frb. Bántí), hvolpafulla tíkin. Ekki skil ég alveg nafngiftina hennar. Og ekki alveg með íslenskt nafn á takteinum. Lesendur geta kannski stungið upp á einhverju, sem að Rúnar Atli tekur svo til skoðunar.
Ekki veit ég hvað við gerum þegar hún gýtur. Gulla og Villi, stórbændurnir, að taka á móti hvolpum... Sé það ekki alveg gerast. En maður harðnar víst við hverja þraut.
Greyin eru ósköp vinaleg. Hér er ein mynd af þeim sleikjandi hönd ljósmyndarans.
Galsinn var orðinn svo mikill að Bounty þurfti að standa á afturlöppunum fyrir ljósmyndarann.
Svo er að sjá hvort við náum öll að lifa saman í sátt og samlyndi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
-
Undanfarið hefur ein sjónvarpsstöð hér farið í gegnum Rocky-myndirnar. Sá ég um daginn fyrstu myndina og skemmti mér vel yfir henni. Ekki er...




Engin ummæli:
Skrifa ummæli