5. september 2012

Skyldi fjölga í fjölskyldunni bráðum?

 
Ha, nei, auðvitað á enginn von á börnum!

Það sem ykkur dettur í hug, tsk, tsk.

Nei, við vorum að koma úr smábíltúr. Vorum að skoða hunda... og mér sýnist allt benda til að fljótlega fjölgi í fjölskyldunni um tvo.

Rico heitir annar hundurinn og hinn heitir Bounty. Tjáváva hundar.

Og ef það skyldi ekki vera nóg, þá er Bounty tík og líklega hvolpafull...

Hvað skyldu dæturnar segja nú?

Aldrei fengu þær hunda eða ketti.

Ó, já, ekki má gleyma að um daginn eignuðumst við annan kött. Kisi heitir hann og varð munaðarlaus þegar vinir okkar fluttu heim til Íslands.

Heyrðu, svo er auðvitað einn hani á bænum og fimm hænur og mér skilst á Gullu að hún ætli að kaupa 20 unga til viðbótar.

Ja, hérna. Hvar endar þetta eiginlega?

Tuttuguogsex hænur, tveir kettir, þrír hundar og kannski fleiri hundar á leiðinni.

Já, hvað skyldu dæturnar eiginlega segja?

 

3 ummæli:

Susan Gerofsky sagði...

Gee, thank goodness for Google translate (my Icelandic has gotten a little rusty since our Louis Riel House Friday night lessons with swigs of Black Death in the '90s). Of course I thought you were expecting your fourth child!

But that is quite a farm you're building up. Lots of animal care responsibilities, along with the eggs and all that canine/ feline companionship.

All the best to the whole family!

Susan & Phil

Jóhanna í Hollandi sagði...

Vóóó dýragarður bara hjá ykkur, ekki öfund hérna megin, einn feitur fress er meira en nóg á einu heimili haha

davíð sagði...

Ég er að reyna sjá þetta lífríki fyrir mér á svölunum í Æsufellinu

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...