29. september 2012

Boltaleikur

Rúnar Atli mætir á fótboltaæfingar á laugardagsmorgnum. Æfingarnar byrja klukkan níu fyrir hádegi og eru þá búnar áður en verður of heitt.

Í morgun var lítið mót í gangi. Tveir aðrir skólar mættu á svæðið og voru spilaðir nokkrir stuttir leikir. Gamanið bara í fyrirrúmi.

Rúnar Atli spilaði í marki að þessu sinni og stóð sig vel. Einn leikurinn tapaðist reyndar með fimm marka mun, en sá stutti bjargaði a.m.k. sjö sinnum á góðan hátt. Bjargaði því sínum mönnum frá niðurlægingu.

Hér er smásyrpa af honum að spyrna boltanum frá marki. Góður galli, íslensku landsliðssokkarnir, Leiknisbuxur og ManUtd-buff. Hummel skór, en þeir eru fáséðir hér.

 

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...