Athygli okkar hefur vakið hversu mikið af indverskum múslímum er hér á hótelinu. Án efa stór meirihluti hótelgesta. Einnig hefur okkur virst að þeir þekkist flestir.
Nú í morgun fór einn þeirra að spjalla við okkur í lyftunni. Eldri maður sem var forvitinn um okkar hagi. Kom upp úr kafinu að hann var í Jóhannesarborg til að sækja brúðkaupsveislu.
„Og eru margir gestir?“ spurðum við.
„Já, eitthvað yfir þúsund,“ svaraði hann.
Maður varð eiginlega kjaftstopp.
Þúsund manna brúðkaupsveisla. Ég vissi varla að svoleiðis væri hægt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli