Mættur til Lundúna. Flugið gekk vel og yfir litlu að kvarta. Lentum þó aftur í að sitja út í vél í nærri klukkustund áður en lagt var af stað. Skýringin í þetta sinn var að einhver lyftubúnaður sem notaður er til að koma farangri um borð var í ólagi. Því tók miklu lengri tíma en venjulega að hlaða vélina. En þetta hafðist nú allt að lokum.
Svo þurftum við að sækja töskur hér og koma að Flugleiðaborðinu. Mættum einum og hálfum tíma áður en Flugleiðir opnuðu, þ.a. við settumst á kaffistað og nutum lífsins og kaffis fram að opnun. Ekkert koníak...
Núna sitjum við á eðalstofu, í boði frúarinnar, og drepum tímann. Þrjár klukkustundir til brottfarar, sex klukkustundir til lendingar í Keflavík.
Allt kemur þetta með kalda vatninu.
10. desember 2012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli