„Hvað er þetta með ykkur tvo?“ spurði Dagmar Ýr okkur Rúnar Atla rétt í þessu.
„Þetta er eins og á stríðsárunum hjá ykkur!“ bætti hún við.
Hvert var tilefni þessara ummæla frumburðarins?
Jú, við Rúnar Atli sátum inni í stofu og hlustuðum á útvarpið! Já, gömlu gufuna meira að segja.
Við vorum að hlusta á Leynifélagið, en þar var viðtal við Grýlu og jólaköttinn sjálfan.
Ef stríðsárin voru svona, þá hafa þau ekki verið alslæm.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Á föstudaginn settust feðgarnir niður og pabbinn tók gifsið af. Guttinn var ánægður, þar til verknaðurinn var búinn. Þá greinilega leið honu...
-
Fyrr í dag skutlaði ég Rúnari Atla á karate-æfingu. Æfingarnar á föstudögum eru ekki í skólanum hans, eins og aðra daga, heldur í fundarsal ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli