Fyrir nokkru heimsótti ég þrjá skóla hér í Malaví. Ástæðan var að þessir skólar gætu orðið þátttakendur í verkefni sem íslenskir þróunarsamvinnupeningar styðja við. Þessi ferð var fyrst og fremst til að sjá með eigin augum ástandið. Ég skrifa örugglega meira síðar um þessa skóla.
Meðal annars skoðaði ég mötuneytið í einum skólanna. Þessi skóli er einn af þeim heppnu. Hann fær vítamínbætta mjölsekki til að elda graut handa nemendum sínum. Hittist þannig á að eldamennska var í fullum gangi þegar ég kom þarna ásamt mínum ferðafélögum.
Hér er Linley, sem er skrifstofustjóri hjá mér, að sýna listir sínar með þvöruna. Ég held reyndar að Þvörusleikir hefði tapað sér yfir þvörunum sem þarna voru.
Potturinn er engin smásmíði. Ég man nú ekki lítratöluna, en í pottinn er notaður einn 50 kílógramma poki af mjöli. Svo er fyllt um með vatni. Þrír aðrir pottar sjást fyrir aftan, allir fullir af graut. Þessir fjórir pottar duga til að elda graut fyrir 1.200 skólakrakka. Hver krakki fær einn skammt í lítið drykkjarmál. Skólaárið hér er nýhafið og sagði skólastjórinn mér frá vandamáli sem hann stendur núna frammi fyrir, en það er að um 1.500 börn í skólann. Aukning um 300 frá því á síðasta skólaári. Því vantar einn pott í viðbót.
Ég spurði hvort ég mætti smakka á grautnum. Var hlaupið upp til handa og fóta til að finna ílát fyrir mig, og að lokum tókst að finna skeið. Eldabuskurnar glottu nú út í annað, sýndist mér, yfir þessum útlendingi, sem vildi smakka grautinn.
Verður að segjast að grauturinn var frekar bragðdaufur. En saðsamur þó, og dugar örugglega börnunum eitthvað fram eftir degi.
Staðreynd er að í landi eins og Malaví trekkir svona grautur að. Krakkarnir mæta í skólann, því þau vita að þau fá mat. Heima hjá þeim er kannski engan eða lítinn mat að fá. Skólastjórinn sagði mér að margir krakkanna labba framhjá mötuneytinu þegar þau mæta í skólann til að sjá hvort grautur verði eldaður þann daginn. Ef þeim sýnist ekki, þá snúa þau við og skrópa. Þar til grautur kemur næst.
Sorglegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli