Á sama tíma og Íslendingar fagna fyrsta degi sumars, þá líður að hausti hér á suðurhveli jarðar. Af einhverjum undarlegum orsökum erum við aldrei tilbúin þegar fyrsti kaldi gusturinn kemur. Þetta ár var engin undantekning.
Um miðja síðustu viku kom fyrsti næðingur haustsins. Vöknuðum við með glamrandi tennur og napurlegt var að koma sér framúr. Svo var farið að leita að rafmagnsofnum og fundust þeir undir þykku ryklagi. Í samband var nokkrum þeirra stungið, svo næsta nótt var ekki jafnslæm og sú fyrri. Þessar nætur fór hitastigið utandyra niður í sjö gráður. Innandyra kannski svona 14 gráður. Ég fæ hroll við að skrifa þessar tölur.
En versta var að Rúnar Atli fékk einhverja pest í kjölfarið. Á föstudagskvöldið var hann orðinn slappur og þá um nóttina kastaði hann tvisvar upp. Var heitur eins og kolamoli. Ekki var laust við hann væri með óráði, því það sem hann sagði við okkur um nóttina tengdist á engan hátt því sem var að gerast í kringum hann.
Núna, rétt eftir hádegi á sunnudegi, er hann loksins að hressast. Í sjónvarpinu er Tomma og Jenna maraþon, en honum finnast þeir fírar skemmtilegir. Reyndar erum við feðgarnir tveir einir heima því Gulla fór með gestina okkar til Omaruru, tæplega þriggja tíma akstur frá Windhoek. Þar verður næstu nótt eytt og stefnan er síðan Swakopmund á morgun. Við strákarnir þurfum því að hafa ofan af hvor fyrir öðrum. Það gengur örugglega vel, sér í lagi ef pestin er að lagast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Megi guttanum batna sem fyrst.
Með kveðju úr sveitinni þar sem vorið er með hefðbundnum hætti.(Napurt).
Skrifa ummæli