Þá situr Tinna Rut í FI680 á leið frá Seattle og allt stefnir í lendingu í Keflavík rúmlega hálfeitt. Fimm tímum og fimmtíu mínútum á eftir áætlun. En, lendir þó á réttum stað. Í stað fjögurra og hálfs tíma stopps á flugvellinum í Seattle, þá varð biðin þar rúmir tíu klukkutímar. En það er þó betra en að fljúga framhjá landinu, þurfa að vesenast í Glasgow og síðan taka rútu annað hvort frá Egilsstöðum eða Akureyri.
Flugvöllurinn í Seattle er ágætur. Einna best er að þar er frítt þráðlaust net, í boði Google ef ég man rétt. Ef tölvan er með í för þá lætur vafrið tímann líða hraðar.
Það rættist sem sagt úr flugi á réttum tíma fyrir Tinnu Rut.
En viðbúið er að mín verði þreytt eftir hádegið í dag.
28. apríl 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli