24. apríl 2010

Sjávarréttaspjót, par excellance

Í gærkvöldi gerðum við okkur dagamun og fórum út að borða. Kubata nefnist veitingastaðurinn. Þarna eru réttir portúgalskrar ættar í fyrirrúmi, en þar teljast með réttir frá Mósambík og Angólu.

Sjávarréttir eiga sinn sess á matseðlinum. Pantaði ég mér sjávarréttaspjót. Rækjur, smokkfiskur og kingklip voru uppistaðan á því. Ég vissi ekki alveg á hverju ég átti von, en framreiðslan sveik ekki. Var komið með stærðarinnar spjót sem stóð á borðinu fyrir framan mig. Undir spjótinu var síðan diskur með léttsoðnu grænmeti. Lak safi af sjávarréttunum ofan á diskinn og gaf grænmetinu einstakt bragð.

Smakkaðist þetta dásamlega vel og get ég hiklaust mælt með þessum stað. Þjónustan var líka góð og bið eftir matnum frekar stutt.

Aldrei þessu vant skolaði ég sjávarréttunum niður með rauðvíni, Beyerskloof Pinotage. Fór það bara vel með matnum.

Í kvöld hins vegar verðum við heimakær. Ætla ég að grilla spjóthafurssteik (e. oryx) sem núna liggur í bláberjalegi. Ég er strax farinn að hlakka til.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...