Úff, það er ekki gott að vita af „litla” barninu sínu einu einhvers staðar á flugvelli og geta ekki haft neitt samband. Jafnvel þótt „litla” barnið sé orðið 18 ára. Nú þarf að gera áætlun svo svona lagað gerist ekki aftur. Helst græða GPS-kubb einhvers staðar í krakkann. Maður veit þá allavegana hvar hann er...
Nei, kannski fullmiklar öfgar, en í það minnsta kaupa símakort sem hægt er að nota hvar sem er.
Þetta er agalegt að vita ekki neitt og hafa engin ráð til að hafa samband. En skv. Flugleiðum styttist í brottför vélarinnar frá Glasgow til Akureyrar.
Svo er bara að vona að „litla” barnið sé um borð í vélinni...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli