Namibía er víðfemt land. Átta sinnum stærra en Ísland. Hins vegar er landið fámennt. Næst strjálbýlasta land í heimi, á eftir Mongólíu, með tvo íbúa á ferkílómetra. Ísland er víst í fimmta sæti yfir strjálbýlustu lönd með þrjá íbúa á hvern ferkílómetra. Nóg um þetta.
Eins og ég hef oft nefnt eru vegalengdir hér í Namibíu miklar. Ég hef undanfarna daga verið á ferðalagi um smáhluta landsins. Fyrst fór ég í fjögurra daga túr, einn af ellefu manna hópi. Ferðuðumst við þríbíla. Tilgangurinn var vettvangsskoðun og einhverjir fundir á Himba-svæðum.
Ferðin var skemmtileg, eins og alltaf. Ýmislegt kom uppá: púnkteríng hjá undirrituðum, matareitrun hjá hluta hópsins og svo þurfti að taka stuðaragrind af einum bílnum, en sú var farin að losna ískyggilega. Jú, einnig rigndi svo ógnarlega í einu hádegisstoppi að flæddi inn á gólf veitingastaðarins. Að ferð lokinni var tveggja daga „hvíld“ í Windhoek. Hvíld innan gæsalappa, því auðvitað þurfti að mæta til vinnu.
Í fyrradag ók ég síðan til Swakopmund og daginn eftir til Walvis Bay. Alltaf eitthvað að funda. Ók svo til baka í gærdag. Ekkert frí á skírdag hér.
Í dag er ég þreyttur. Enda er aksturinn á þessum fáu dögum kominn yfir 3.000 km. Aðeins. Væri kominn á þriðja hring umhverfis Ísland.
Bráðum fáum við gesti. Þá verður enn haldið af stað.
Endurnærður og til í tuskið á ný.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli