26. apríl 2010

Einn sit ég og ...

Sit þennan daginn heimavið. Þetta er samkvæmt ráðum hnykkjarans. Eða kannski vilja hnykkjarar kalla sig kírópraktora? Veit það ekki. Hvað um það, ég er búinn að vera með pirring í baki undanfarið. Líklega vegna löngu bíltúranna sem ég hef farið í síðustu vikur. Núna í morgun kíkti ég til hnykkjarans. Leist honum ekki vel á ástandið á mér. Stakk í mig tveimur nálum í þetta sinn. Merkileg tilfinning þegar verið er að stinga í mann nálum. Núna líður mér ágætlega. Síðan vill hann fá mig aftur seinna í vikunni og svo í þeirri næstu. Hann hlustar ekkert á nöldrið í mér að verið sé að hafa mig að peningaþúfu. Enda bara í nösunum á mér. Hnykkjarar eru einhver gagnlegasta starfsstétt sem ég þekki. Alveg með ólíkindum að geta tekið kengbogið fólk og rétt úr því með 15-20 mínútna meðferð.

En, nú sit ég semsagt heima við og glápi á tölvuna á milli þess sem ég rölti hring eða tvo um húsið. Verð að halda mér liðugum.

Aðaláhyggjuefnið þessa dagana er ferðalag Tinnu Rutar frá Prince George til Íslands. Ferðin, sem hefst snemma þriðjudagsmorguns að staðartíma í Prince George, liggur í gegnum Vancouver og Seattle. Svo núna virðist Glasgow-borg vera búin að bætast við ferðalagið. Ég krossleg fingur að hægt verði að fljúga til Keflavíkur frekar en Akureyrar. Ekki að Akureyri sé slæmur staður. En Tinna Rut á einungis tveggja daga stopp á Íslandi áður en hún heldur af stað til Namibíu. Fúlt að þurfa að eyða stórum hluta þess í rútuferð milli Akureyrar og Reykjavíkur, í ofanálag við miklu lengra flugferðalag en til stóð.

Nei, Akureyri er ágæt. En maður vill velja sjálfur hvenær maður fer þangað. Ekki satt?

1 ummæli:

Jóhanna Þorvarðardóttir sagði...

*HÓST HÓST* AKUREYRI ER BARA LJÓMANDI STAÐUR, vill daman ekki bara vera hjá bestu frænku ef til kemur að lenda hér i stað þess að fara með rútu fram og til baka til Reykjavíkur... hmmmmm... tékk it át

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...