27. apríl 2010

Er Dohop að klikka?

Ég hef nokkrum sinnum keypt flugmiða í gegnum Dohop og líkað ágætlega. Man ég eftir að finna þar flugmiða milli Keflavíkur og Seattle nokkuð ódýrari en á Flugleiðasíðunni, þótt Dohop miðinn væri með Flugleiðum. Hef líka keypt miða hingað á suðurhvelið með aðstoð Dohop og þótt verðið gott. Ég hef ágætis samanburð því ég kaupi oft vinnutengda miða í gegnum ferðaskrifstofur og yfirleitt stendur Dohop sig betur.

En undanfarna daga hef ég leitað miða fyrir Dagmar Ýr milli Keflavíkur og Windhoek. Ég var ekki alveg sáttur við Dohop niðurstöðurnar. Þótti verðið í hærri kantinum og skrýtnar flugleiðir. Tók mig því til áðan og fór að púsla sjálfur saman flugferð með því að fara inn á síður ýmissa flugfélaga. Með þessu móti tókst mér að finna flugmiða næstum því 40.000 krónum ódýrari en sá ódýrasti á Dohop. Gerir það um 20% verðmun.

Munar um minna.

En hvað skyldi klikka hjá Dohop?

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...