24. mars 2010

Kvótagjöld á skötusel í Namibíu

Skömmu eftir sjálfstæði Namibíu tóku stjórnvöld þar upp kvótakerfi í fiskveiðum. Úthlutun er hagað á nokkuð annan hátt en í íslenska kerfinu og deila má um gegnsæi hennar. Hins vegar var strax mörkuð sú stefna að auðlindin ætti að gefa af sér pening til þjóðarinnar.

Auðlindagjald.

Þótti eðlilegt að 5-15% af löndunarverðmæti rynni í ríkissjóð. Var því sett á kvótagjald sem greiðist af úthlutuðum kvóta. Til að flækja málið eru kvótagjöld breytileg eftir því hvort landað er til vinnslu eða fryst á sjó. Löndun til vinnslu ber lægri kvótagjöld því fleiri fá atvinnu en ef fryst er á sjó.

Kvótagjöld á skötusel eru 400 Namibíudalir á tonn ef landað er til vinnslu, en 750 Namibíudalir ef fryst er á sjó. Fyrri upphæðin samsvarar um 7.000 krónum á tonn og sú síðari góðar 13.000 kr. Ef 2.000 tonn af skötusel væru fryst á sjó fengi ríkið 26 milljónir króna í tekjur.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...