Greinilegt að páskar nálgast. Í gær kom bréf frá skólanum hans Rúnars Atla þar sem sagt var frá páskastússi og -föndri næstu tveggja vikna. Og svo beiðnin: „Vinsamlegast komið með fjögur til sex útblásin egg, bitte.“
Er virkilega heilt ár liðið síðan við vorum að þessu síðast?
Úff, ekki ber á öðru.
Jæja, en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín? Ég náði í eggjabakka áðan og fór að pota göt með nálum og svo að blása. Og blása. Mér datt bara í hug sagan um stóra vonda úlfinn sem var að reyna að blása um koll múrsteinshúsið sem klárasta svínið hafði byggt. Og hann blés og blés og ...
Þetta hafðist nú allt að lokum. Að þessu sinni var myndavélin víðsfjarri. Ef einhver vill sjá hvernig þetta er gert þá voru settar myndir inn af samskonar athöfn rétt fyrir páskana í fyrra.
En nú er ég sem sagt algjörlega útblásinn og tími á háttinn hér í sunnanverðri Afríku.
16. mars 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli