Var að skila skattaframtalinu. Húrra!
Alltaf jafngaman að koma þessu frekar leiðinlega skylduverki frá. Verst ég lauk þessu ekki á föstudags- eða laugardagskvöldi. Þá hefði verið flott að opna rauðvínsflösku. Nú, eða böbblí, eins og sagt er á enskunni. Læt smálögg af amarúlla duga í kvöld.
Eitt þótti mér stórfurðulegt við framtalið þetta árið. Við Gulla erum með húsnæðislán hjá Nýja Kaupþingi, aka Aríón banki. Ég var ekki alveg sáttur við forskráðu lánaupplýsingarnar. Náði ég því í reikninga ársins og fór að leggja saman. Exsellaði dæmið. Komst ég að því, mér til mikillar undrunar, að stór hluti forskráðu talnanna var hreinlega rangur. Í okkar tilviki munaði þónokkru. Vaxtagjöldin voru vantalin um meira en tuttugu prósent! Aðeins.
Einhvern veginn hélt ég, þrátt fyrir allt, að bankarnir væru með samlagningu á hreinu.
A.m.k. hjá okkur, þessum venjulegu húsnæðislánþegum.
En aldeilis ekki.
Hafið því varann á.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli