12. mars 2010

Gott að vera kona... eða hvað?

Gulla var að fara út rétt áðan. Hátíðarkvöldverður, eingöngu fyrir konur, til styrktar einhverju góðu málefni. Auðvitað þurfti hún að stríla sig upp. Gengur ekki að mæta í bol og gallabuxum á svona viðburð.

Við feðgarnir hjálpuðum henni við uppástrílinginn. Helsta vandamálið var að velja skó. Rúnar Atli hafði greinilega aldrei pælt mikið í háhæluðum skóm áður. Fékk hann að prófa eitt par. Prófunin stóð ekki lengi yfir.

„Ég er glaður að vera ekki kona,“ klykkti hann út með.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...