Gulla var að fara út rétt áðan. Hátíðarkvöldverður, eingöngu fyrir konur, til styrktar einhverju góðu málefni. Auðvitað þurfti hún að stríla sig upp. Gengur ekki að mæta í bol og gallabuxum á svona viðburð.
Við feðgarnir hjálpuðum henni við uppástrílinginn. Helsta vandamálið var að velja skó. Rúnar Atli hafði greinilega aldrei pælt mikið í háhæluðum skóm áður. Fékk hann að prófa eitt par. Prófunin stóð ekki lengi yfir.
„Ég er glaður að vera ekki kona,“ klykkti hann út með.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli