Enn ein rólyndishelgin hjá okkur. Meira að segja fékk ég laugardagsmorgun alveg fyrir mig. Gulla var búin að lofa að vera viðstödd þegar einhver hjúkrunarkona er að skoða ungabörn í fátækrarhverfinu. Tók hún Rúnar Atla með sér og var ég aleinn heima megnið af morgninum. Notalegt.
Annars hefur helgin helst farið í stúss í eldhúsinu. Ég eldaði roastbeef í gær sem tókst mjög vel. Meira að segja tókst mér að elda hluta nautsins á hátt sem Gullu líkar við, þ.e. gegnsteikt, og hluta á minn hátt, þ.e. meðalsteikt. Í kvöld verður síðan heill kjúklingur, uppáhald Rúnars Atla. Og reyndar Tinnu Rutar og Dagmarar Ýrar ... ef þær væru hér. Gulla sér um kjúklinginn.
Döðlubrauð kom svo úr brauðvélinni. Mmm. Síðan bakaði Gulla meira að segja jólaköku, en sonurinn hefur átt svoleiðis inni lengi.
Það eina sem gert var að við Rúnar Atli brugðum okkur í sund í dag. Sundlaugar í Windhoek eru frekar í kaldara lagi þessa dagana. Bæði er farið að hausta og eins hefur rignt nokkuð undanfarna viku eða tvær. Laugin var um 24 gráður. En ein köfunardýfa kemur blóðinu á hreyfingu og þá er laugin orðin fín. Annars er guttinn orðin virkilega flinkur að synda. Hann hefur tekið miklum framförum frá áramótum. Ætli það séu ekki allar sundferðir feðganna um jól og áramót?
Sem sagt, rólyndis helgi.
14. mars 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli