10. apríl 2010

Áfallið mikla

Margir sem þekkja mig kannast við nöldur mitt út í Svía. Sjá t.d. bókmenntafærslu mína frá í fyrra. Þeir eru reyndar ágætir einn í einu, en saman í hóp eiga þeir til að fara í taugarnar á mér. Sérstaklega, sérstaklega þegar kemur að umræðu um hópíþróttir. Þeir eru jú alltaf bestir í þeim öllum - að eigin sögn...

Í morgun fór ég í verslunarleiðangur. Keypti mér Nike íþróttabol og var bara ánægður með gripinn. Fór í hann eftir hádegið.

Haldiði ekki að Gulla spyrji áðan: „Villi, er ekki bolurinn í sænsku fánalitunum?“

Og þar með fékk ég eitt mesta áfall mitt í langan tíma :-(

4 ummæli:

Gulla sagði...

Úff - en bolurinn er í sænsku litunum. Þetta er eitthvað freudiskt hjá þér elskan :-)

Nafnlaus sagði...

;-)
Doddi

Tinna sagði...

Hahahahahahahaha :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er nánast eins og fyrir mig að fara og kaupa Valsbol,svei!
Elli

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...