Við Rúnar Atli skruppum bæjarleið í dag. Eftir vinnu hjá mér og leikskóla hjá honum lögðum við af stað til Swakopmund. Við ætlum að versla svolítið í fyrramálið og fara svo í sædýrasafnið og gera ýmislegt fleira til skemmtunar eftir hádegið.
Á föstudögum er oft leiðindaumferð á veginum til strandarinnar, svo við ákváðum að keyra fjallveginn. Hann er 50 km styttri, en mjög krókóttur fyrri hluta leiðarinnar. Er líka malarvegur. En miklu skemmtilegri leið. Vegurinn er aðeins farinn að láta á sjá eftir rigningar undanfarinnar viku og hvörf í honum. Þegar tilefni gafst hrópaði ég: „Hola, hola,” og svo skellihlógum við þegar við hossuðumst upp og niður. Gaman hjá feðgunum.
Varla var bíll á ferð; teljandi á fingrum sér. Síðustu sjö kílómetrana - af 335 - ókum við á aðalþjóðveginum og mættum við þá um þrjátíu bílum á þeim stutta kafla.
Einu þarf ég að segja frá. Við höfum talað um þessa ferð alla vikuna. Nokkrum sinnum hef ég nefnt að synda jafnvel í sjónum. Rúnar Atli hefur tekið heldur fálega í það, en ekkert útskýrt meira af hverju hann er ekki spenntur fyrir því. Í bílnum í dag kom síðan upp úr kafinu að honum líst ekki á að synda í sjónum útaf hákörlum. A-ha... Ég sagði honum þá að þetta væri ekkert mál, það væri girðing fyrir krakkana að synda innan. Síðan væru hákarlar langt út í sjó. Þá fór hann að segja mér að hann gæti ekki farið í sund. Nú, það þótti mér undarlegt og spurði af hverju. „Ég er ekki með sundföt,” sagði hann. Bíddu, það getur ekki verið því ég setti sundfötin í töskuna þína sagði ég honum. Frá Rúnari Atla kom fyrst smáþögn, svo sagði hann: „Ég tók sundfötin úr töskunni og setti inn í fataskáp!” Pabbinn var ekki alveg sáttur við það...
Útsmoginn gaur.
Við komum til Swakop rétt fyrir sjö og tékkuðum okkur inn á fínt hótel. Ekkert slor hjá okkur feðgum þegar við ferðumst tveir saman...
Nú þarf bara að sjá hvernig við reddum sundskýlu til að komast í laugina.
5. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
6 ummæli:
Ekkert smá flott hótel. Það er greinilega að eiginkonan er ekki til staðað til að stoppa peningaeyðslu!!! :-)
kv,
Gulla
Hvaða hótel er þetta? Og af hverju gistum við aldrei á þessu hóteli þegar ég er með??
Ég er sammála Tinnu, þegar við erum þar búum við bara gistiheimili með klósett inni í herberginu og engin hurð á milli!
Doddi
Ég er eiginlega alveg sammála, ég hef bara aldrei séð þetta hótel.
kv,
gulla
Tek undir þetta sem ritað er á undan,við fjölskyldan á Nesinu misstum alveg af þessum lúxus en ég skyl alveg Villa,þetta er náttúrulega "quality" tími hjá þeim feðgum, ég hefði farið eins að!
Doddi! Nú eruð þið FRAMSÓKNARMENN aldeilis búnir að fá liðsauka,JÓNÍNU BEN!! Ekki á sukkið eftir að mínka ef hún og hennar fylgi fiskar komast til valda á þessu skeri,þá held ég að best væri að taka tappan úr og sökkva þessu banana lýðveldi í sæ.
Skrifa ummæli