29. ágúst 2011

Hoppandi og skoppandi afmælisdagur

Í dag átti sonur minn afmæli.

Orðinn sjö ára gamall.

Ekki var nú mikið haft fyrir afmælisdeginum að þessu sinni. Við erum svo nýflutt hingað að vinir eru enn af skornum skammti. Afmælisveislan í fyrra var heljarinnar fyrirtæki með hoppukastala og alles. Því var samið að afmælið í ár yrði rólegt, en þeim mun meira verði gert á næsta ári.

En, þó fékk hann köku í skólann. Og afmælissöng í skólanum.

Afmælisgjöf var smáhöfuðverkur fyrir foreldrana. Það verður að segjast að þær dóta- og tómstundabúðir sem við höfum fundið í Lílongve eru fáar. Þær sem við höfum fundið eru fullar af drasli. Lítið spennandi þar.

En við duttum þó niður á góða lausn.

Trampólín. Þrír metrar í þvermál.

Drengur var ánægður.

En fyrst þurfti að setja trampólínið saman.

„Pabbi, þetta á örugglega að snúa svona.“


„Pabbi, ég sá leiðbeiningar hér einhvers staðar. Eigum við ekki að skoða þær?“

Göngum við í kringum...
 En að lokum hafðist nú að koma þessu saman. Og þá var farið að hoppa og skoppa.

Fyrst svona venjulegt hopp...

... og svo smá trix.

Svo kom meistarinn!
Gulla fékkst ekki til að hoppa.

Ekki að þessu sinni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Rúnar Atli. Logi Snær er held ég byrjaður að safna fyrir ferð til Malaví svo hann komist á trampolínið. Hann var nú pínu hissa að það skuli ekki vera öryggisnet!!!!
Kveðja úr Eyjabakkanum.

Villi sagði...

Við bíðum spennt eftir að Logi Snær safni nóg af peningum fyrir flugmiða. Hann er velkominn. En öryggisnet er erfitt að fá í Malaví. Í staðinn þá er alveg bannað að vera fleiri en einn í einu.

Jóhanna sagði...

Hey jó það er 4,5m trampólín í garðinum á súganda. Logi getur bara komið til mín og já það er öryggisnet hjá mér múhahahahahahaahahaha.....

Erla sagði...

Til hamingju með afmælið kæri vinur Rúnar Atli. Stebbi segir: Þú ert flinkur stráur og góður vinur. Óskar segir: vóó, til hamingju með flotta trampólínið. Stebbi segir: Þú ert góður að hoppa hátt.

Kæri vinur Villi, þú ert góður pabbi.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...