Í Malaví er skortur á gjaldeyri.
Fyrir þessu eru ýmsar ástæður, sem ég þekki ekki allar. Ein er sú að tóbaksverð hefur verið frekar lágt og minni spurn er eftir því en menn áætluðu. Tóbak er nefnilega sú vara sem Malaví flytur mest út af. Síðan hafa menn barist við að halda gengi gjaldmiðilsins háu, en það veldur lægri útflutningstekjum. Svo hefur forsetinn átt í erjum við Breta, sem hefur valdið því að minna kemur inn af gjafafé frá erlendum þjóðum.
Allt þetta leiðir til þess að erlendan gjaldeyri vantar.
Hvernig sést þetta? Jú, fyrst og fremst í biðröðum eftir eldsneyti. Margar bensínstöðvar eiga ekki neitt eldsneyti. Svo þegar það berst þá flýgur fiskisagan og allir fara í biðröð. Þegar ég kom úr vinnunni fyrr í dag þá lá leið mín í gegnum hringtorg. Sem ég beygi út úr hringtorginu þá sé ég helling af bílum á akreininni á móti.
Ég er ennþá að ná áttum hér í borginni og fór að velta fyrir mér hvert allir þessir bílar væru að fara. Allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Þeir voru í biðröð inn á bensínstöð sem er rétt við hringtorgið. Ég giska á að þarna hafi ekki minna en 70 bílar verið í röð. Ekki veit ég hvort bensín var komið, eða frést hefði af sendingu. En öftustu bílstjórarnir voru líklega að horfa á 3-4 klukkustunda bið.
Í besta falli.
Kannski verður sendingin búin áður en þeir öftustu komast að.
Ekki gaman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Menn verða greinilega að spá í hvað þeir nota lítrann í. Sama og hér, kannski aðrar forsendur
Skrifa ummæli