Á morgun lýkur Ramadan, föstu íslamstrúarmanna. Þá hefst hátíð sem á ensku nefnist Eid al-Fitr og stendur í þrjá daga, eða svo. Reyndar hófst hún sums staðar í dag, en upphaf hátíðarinnar veltur víst á því hvenær sést til tungls.
Í Malaví munu um 13% íbúa vera íslamstrúar. Ekki langt frá húsinu okkar er stór moska og stundum heyri ég söngl frá henni í kringum fimmleytið á morgnana. Á morgun er almennur frídagur í landinu vegna hátíðarinnar. Því þarf ég ekki að mæta til vinnu.
Skólinn hans Rúnars Atla ruglaðist aðeins í ríminu og var frídagur þar í dag. Líklega fóru þeir línuvillt í töflunni sem tiltekur hvenær hátíðin hefst í hinum mismunandi löndum. Kom bréf frá skólastjóranum í dag þar sem ítrekað er að það verður skóli á morgun, þrátt fyrir hátíðina. Auðvitað munu þau börn sem eru íslamstrúar ekki mæta, en skólastjórinn lofaði að sjá til þess að þeim yrði bætt tapið upp.
Rúnar Atli er hálffúll yfir þessu. Hann í skólanum en pabbinn í fríi úr vinnu.
Ekki sanngjarnt, finnst honum.
En, lífið er náttúrulega ekki sanngjarnt.
30. ágúst 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli