20. ágúst 2011

Rúbbí - íþrótt karlmanna

Þá fer stundin að renna upp.

Sjöunda heimsmeistarakeppnin í rúbbíi hefst eftir 19 daga, 13 klukkustundir og einhverjar mínútur. Níunda september hefst hún og stendur til 23. október. Stökkhafrarnir frá Suður-Afríku eru núverandi heimsmeistarar - mitt lið - en þeir Kolsvörtu frá Nýja-Sjálandi - Gullu lið - verða til alls líklegir á heimavelli. Reyndar eru Namibíumenn með í keppninni, en þeir ná varla í gegnum riðlakeppnina. Því miður.

Rúbbí er hinn sanna íþrótt karlmanna. Ekki pláss fyrir neina vælukjóa eins og þá sem spila fótbolta. Kristíanó Rónaldó besta dæmið. Ekkert verið að setja gel í hárið fyrir leiki.

Ó, nei. Blóðið flýtur í þessari íþrótt, sbr. þennan s-afríska stökkhafur (Heinrich Brussouw)  sem lenti í klóm þeirra kolsvörtu fyrr í dag.


Stökkhafrarnir unnu reyndar leikinn í dag, 18-5.

Rúbbí er þrælskemmtilegt áhorfs. Mér hefur nú gengið illa að læra allar reglurnar, en það skemmir ekkert fyrir.

Svo er gaman að því að hjónin skuli halda með sitthvoru liðinu.

Af hverju heldur Gulla með þeim kolsvörtu?

Jú, svarið er einfalt. Í upphafi hvers landsleiks þá stíga þeir kolsvörtu stríðsdans Maóría, haka nefnist dansinn.


Dansinn er reyndar gríðarlega flottur og skapar mikla stemmingu.

Heimsmeistaramótið í rúbbíi fer að byrja!

4 ummæli:

Gulla sagði...

All Blacks eru frábærir :-)

davíð sagði...

Og ástæða þess að eyrun eru teypuð aftur er svo þau rifni ekki af í hamagangnum?

Björn Friðgeir sagði...

Bjóst ekki við að ég fyndi út úrslitin úr leiknum á íslenska bloggrúntinum í morgunsárið! Missti af honum vegna menningarnæturflandurs.
Varð að sjálfsögðu mjög undrandi yfir þeim, enda eru Alsvartir besta rúbbílið á guðsgrænni jörð og gerði frekari athugun.
Þú gleymdir að minnast á að Alsvartir sendu varaliðið sitt í leikinn :)
Áfram Alsvartir!!

Davíð: já, nánar til tekið að þau rifni ekki af í scrumminu http://www.youtube.com/watch?v=e0HMKDAKwQ4

davíð sagði...

Get ekki sagt að mér hafi þótt scrummið neitt sérstaklega spennandi.

Ætlaði svo að koma með einhvern kynjabrandara þessu tengt en eftir smá gúgl þá snarhætti ég við það:
http://www.youtube.com/watch?v=djzjuokc_jg

Kvennarugby er greinilega til og virðist líta nokkuð alvörulega út, ég myndi a.m.k. ekki treysta mér í að taka svona bolta í hönd og reyna hlaupa í gegnum þessar píur.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...