20. ágúst 2011

Sloppið með skrekkinn

Hann Rúnar Atli kann að halda foreldrum sínum við efnið.

Haldiði ekki að hann hafi tekið upp á því eftir skóla í gær að kollsteypast ofan af mannhæðarháum vegg niður á flísalagða stétt. Hárgreiðsluvinkona mín úr Reykjavík hefði ábyggilega veinað ó-mæ-godd yfir þessu.

En fyrir einhverja guðsmildi þá náði hann að bera hendurnar fyrir sig og þær tóku mesta höggið. Þó fékk hann vænt högg á munninn og kvarnaðist úr báðum stóru framtönnunum hans. Gulla hrökk upp við skaðræðisöskur og hljóp af stað. Hringdi svo í mig í vinnuna og ég gekk í að finna tannlækni med-det-samme.

Ekki leið mér vel þegar ég heyrði fréttirnar. Rann kalt vatn milli skinns og hörunds, því þetta hefði getað farið svo miklu, miklu verr.

Í raun er ótrúlegt hvað drengurinn slapp vel.

Við komumst til tannlæknis. Eldri maður, líklega af egypskum uppruna, sem var hinn rólegasti yfir þessu öllu saman. Mjög traustvekjandi maður. Önnur framtönnin losnaði aðeins, en mjög lítið. Hann reiknar með að hún festist á ný án nokkurar aðgerðar. Hann pússaði aðeins yfir þar sem hafði flísast úr þeirri tönn, því sárið var flugbeitt. Síðan fékk Rúnar Atli fúkkalyf til að hindra sýkingu í tannholdinu. Eftir viku heimsækjum við tannsa á ný og þá tekur hann röntgenmynd til að sjá hvort allt sé ekki örugglega eins og á að vera.

Rúnar Atli er eins og nýsleginn túskildingur og ekki sér neitt á honum. Ég skil það varla.

En feginn er ég.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...