Þá er dagur að kveldi kominn. Langur dagur. Við tókum daginn snemma í Grootfontein, vorum komin í morgunmat klukkan sjö og farin af stað klukkutíma síðar.
Ferðin til Katíma Múlíló tók 10 og hálfan tíma.
Aðeins.
Í lok dags höfðum við lagt að baki 771 km.
En þetta var nú ekki bara akstur. Við áðum fjórum sinnum á leiðinni og fengum okkur bita af nesti. Svo spörkuðum við Rúnar Atli bolta á milli, en við keyptum okkur ódýran bolta í Windhoek, einmitt fyrir ferðalagið. Hvert stopp varð því nálega 20 mínútur, gæti ég trúað. Það munar miklu að teygja úr fótum reglulega. Svo þurfti að kaupa bensín og skjótast í búð.
Dæinn stóð fyrir sínu og þaut áfram þótt kerran væri áföst. Það var enginn umferð sem heitið getur alla leið. Ja, reyndar var einhver bílaflutningur í gangi, því það voru líklega fimm vörubílar eða svo með nokkur farartæki á pöllunum. Við tókum framúr, svo áðum við og þeir þutu hjá. Við aftur framúr og á næsta áningarstað náðu þeir okkur. Svona gekk þetta allan daginn.
Núna erum við komin á hótel við bakka Sambesi-árinnar. Sama áin og Viktoríufossarnir eru í. Reyndar var myrkur rétt að skella á í sama mund og við renndum í hlað. Því sáum við ána ekki vel og bíður það fyrramáls. Hins vegar sáum við ljós hinumegin, en þar er Sambía.
Verst við ferðina var að tapa klukkutíma. Þannig er að Kapríví-ræman breytir ekki klukkunni þegar restin af Namibíu færist klukkutíma nær Íslandi. Því var klukkan ekki hálfsex þegar við komum hingað, heldur hálfsjö. Tveimur tímum á undan Fróni. En alltaf er fúlt þegar tíminn fer í þessa áttina.
En núna er að hvílast, því á morgun hefst akstur á milli landamærastöðva.
Gin og tónik - er það ekki fínn hvíldarelexír?
6. ágúst 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli