1. júní 2011

Útskrift úr 1.B.H.

Í morgun lauk formlega veru Rúnars Atla í fyrsta bekk. Í skólanum var haldin útskrift og fengu allir nemendur sín einkunnaspjöld og hvatningu fyrir sumarið. Sér í lagi var hvatt til lesturs á hverjum degi.

En athöfnin var skemmtileg. Mátulega löng og sungin gömul og góð íslensk lög á milli þess sem einkunnaspjöldum var úthlutað. „Blessuð vertu sumarsól,” „Fögur er vor fósturjörð” og ýmis önnur lög í þeim dúr. Svo var auðvitað sunginn skólasöngur Fellaskóla og tóku krakkarnir hressilega undir í viðlaginu.

Hér tekur drengurinn við einkunnaspjaldinu úr höndum aðstoðarskólastjórans. Alvarleg stund.

Hér er Rúnar Atli að kveðja kennarann sinn, Bjarna Harðarson. 

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...