Sit núna úti á verönd í orlofshúsi í Brekkuskógi. Tæpa 15 km austan við Laugarvatn. Í einhverju bríarií sótti ég um orlofshús hjá BHM fyrir nokkrum mánuðum síðan og varð steinhissa þegar mér var úthlutað húsi. En ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægður með það.
Við komum hingað seint í gærkvöldi. Húsið er frekar lítið en mjög notalegt. Með öllu til alls. Þ.á.m. heitum potti. Við létum renna í hann í gærkvöldi og fórum ofan í skömmu eftir miðnætti. Mikið var það notalegt. Íslenskar sumarnætur eru alveg einstakar. Fólki eins og okkur sem lengi hefur átt heima í útlöndum finnst nefnilega sérstakt að vera á fótum eftir miðnætti í nær fullri dagsbirtu.
Einstakt.
Þrátt fyrir að hér sé kraðak af húsum, þá erum við alveg útaf fyrir okkur. Trjágróður út um allt, þ.a. í þök næstu húsa sést, en ekki meir en það.
Hér ætlum við að vera í viku.
Og gera hvað?
Nákvæmlega ekki neitt!
25. júní 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli