„Drengur, farðu að sofa,” byrsti pabbinn sig áðan við soninn. Sá var búinn að horfa á einn mynddisk af Latabæ og troða sig út af poppi, frostpinna og einhverju fleiru mishollu.
„Ha?! Akkurju?” mótmælti sá stutti.
„Klukkan er orðin svo margt,” drundi í mér. Alltaf er maður nú jafnandlaus í að finna upp góðar ástæður. En vera nógu djúpraddaður virkar oft.
„En, pabbi, þetta er lengsti dagurinn á árinu. Þú sagðir það áðan!”
Úbbs. Þar snéri guttinn á mig.
Þetta er alveg rétt hjá honum. Í dag er lengsti dagurinn á árinu. Hvert er réttlætið í því að þurfa að fara snemma að sofa á þeim dýrðardegi?
Hann vakir því enn.
21. júní 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli