9. júní 2011

Kennara sök

Fallegur dagur í Oxelösund í dag. Rigndi reyndar í kringum hádegið, en bara í smástund. Annars var léttskýjað og eitthvað yfir 20 stigin.

Fór í skólaútskrift í dag. Emil, bróðursonur Gullu, útskrifaðist úr grunnskóla í dag. Kunskapsskolan í Nyköping heitir skólinn. Er víst mjög fínn skóli er mér sagt.

Athöfnin fór fram á túni framan við svokallað Nyköpingshús. Halli báðum megin sem hægt er að sitja í, svo allt er þetta mjög huggulegt. Skólastjórinn sagði að síðustu átta ár hefði alltaf verið sólskin við útskriftarathöfnina.

Athöfnin sjálf var ágæt - ja, svona fyrir útskriftarathafnir. Ég gat fylgst nokkurn veginn með ræðum, en datt þó stundum út úr þeim. Sænska ekki mín sterka hlið, verður að viðurkennast. Skemmtilegasta atriðið var þegar kennarar skólans tróðu upp í söngatriðið - Lærerens fejl sungu þeir. Sem sagt kennarans sök. Vildu þeir meina að nemendur kenndu kennurum um allt sem miður færi. Hvort sem það væru hæggengar tölvur eða sóðaleg klósett. Kennara sök! Lagið var létt og grípandi og það af textanum sem ég skildi var hnitmiðað grín. Síðan var greinilegt að nemendurnir skemmtu sér vel við þennan söng og það jók stemminguna.

Já, skemmtilegur dagur og Emil fékk fínar einkunnir. Næsta ár: framhaldsskóli á náttúrufræðibraut af einhverju tagi.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...