3. júní 2011

Aðeins betra en rassvasamyndavélin

Fékk skemmtilega sendingu í tölvupósti áðan. Davíð smellti greinilega nokkrum sinnum af í dag með Rúnar Atla í sigtinu og sendi mér síðan fínar myndir.

Njótið:

Einbeitingin skín úr ekki einu andliti og ekki tveimur, heldur öllum.

Búinn að æfa innanfótarspyrnuna vel. Þessi mynd ætti heima í kennslubók.

Guttinn spilaði í marki í smátíma. Stundum gekk erfiðlega að koma knettinum aftur í leik.
Ábúðarfullur aðstoðarmaður. Tilbúinn hverju neyðartilviki sem verkast vill!

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...