Við Rúnar Atli komumst í smáhjólatúr í dag. Reyndar ósköp stuttan en hjólatúr þó.
Helsta vandamálið var að græjurnar sem við fengum lánaðar eru aðeins öðrum vísi en við erum vanir.
Helsta breytingin var að hjólin tvö voru bæði með fótbremsu að aftan, en ekki handbremsu eins og við erum vanir. Þetta skapaði ýmis vandamál. T.d. var erfitt fyrir þann stutta að muna að ekki var nóg að ýta aðeins á bremsuna og sleppa síðan! Nei, það þarf jú að stíga fast á fótbremsuna og halda við ef að stöðva á fákinn. Ég verð að viðurkenna að það tók mig nokkra stund að venjast fótbremsunni. Ég vil nefnilega stundum geta snúið petölunum afturábak. Það er erfitt með fótbremsu.
Annað vandamál er að hjólin eru einungis með þremur gírum. Á jafnsléttu og niður í móti gerir það lítið til. Upp í móti, hins vegar, já, það er önnur saga. Í einni brekku vorum við Rúnar Atli eins og sunnudagaskóladrengir og teymdum hjólin upp hana.
En þrátt fyrir þessa vankanta var gaman að hjóla. Hér í Oxelösund eru stígar út um allt og eigum við örugglega eftir að hjóla meira. Sá stutti hefur viðrað að hjóla milli Oxelösund og Nyköping, en það eru 14-16 km að ég held - aðra leið - þ.a. ég á ekki von á að við skellum okkur í þannig ævintýri.
Á þriggja gíra fótbremsuhjólum?
Varla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli