Kominn aftur til Íslands eftir 10 daga eða svo í Svíþjóð og Danmörku.
Við lentum í gær hálftíma fyrir miðnætti. Mér þótti nú að flugfreyjan hefði átt að nefna á útlenskunni að klukkan væri hálftólf að kveldi til. Útlendingum yrði að fyrirgefa að halda að það væri hábjartur dagur.
Flugið gekk vel frá Arlanda. Vel innan við þrjá tíma og lending á réttum tíma. Vélin var full og þ.á.m. var kvennahandboltalandsliðið að koma úr frækinni ferð. Enda óskaði flugstjórinn þeim til hamingju með frábæran árangur.
Ekki sofnaði ég fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú og var því hálfslæptur þegar klukkan hringdi í morgun. Hjólatúr í vinnuna kom mér þó á réttan kjöl á ný.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli