10. júní 2011

Sólstingur?

Sólin skín í Oxelösund þennan föstudaginn. Við fórum í aðra útskrift í morgun. Þetta var í Peter Lund skólanum, en þar voru tvíburarnir Ellen og Olivia að ljúka öðrum bekk. Það væri þriðji bekkur á Íslandi, skilst mér.

Í skólanum eru fimm árgangar og var töluvert af fólki að fylgjast með. Rúnar Atli sat á háhesti á mér, enda erfitt fyrir stutta menn að sjá yfir sæg af fullorðnu fólki. Eftir góða stund fór hann að kvarta yfir vanlíðan og enduðum við með að stinga af úr athöfninni og fara „heim.“

Erum við á því að sólin hafi verið að ergja hann, enda var enginn skuggi sem hægt var að hörfa í.

Ekkert nema sól, sól, sól.

Fréttum við síðar að einhver önnur börn hefðu átt í svipuðum vandræðum.

En, eftir smáhvíld og djús er drengur eins og nýsleginn túskildingur.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...