8. júní 2011

Margir kílómetrar að baki

Kominn aftur til Oxelösund í Svíþjóð eftir ferðalag til Danmerkur. Lítils ferðamannastaðar sem heitir Agger, nánar tiltekið. Sá er á Jótlandi og ósköp friðsæll, a.m.k. svona í upphafi júní.

Eini gallinn við ferðina var að engin internet-tenging var í húsinu, þrátt fyrir að það væri staðhæft í upplýsingum um það. Því erum við búin að vera eins og á eyðieyju, a.m.k. hvað samskipti við umheiminn varðar. En nú erum við aftur tengd.

Ferðalagið var mjög skemmtilegt. Ókum til Gautaborgar á sunnudaginn var, en það tók um fjóra tíma, og tókum þar ferju til Friðrikshafnar. Siglingin tók rétt rúma þrjá tíma. Að henni lokinni var aftur sest í bílinn og keyrt yfir þvert Jótland. Góðir tveir tímar, sjálfsagt tveir og hálfur fóru í það. Til Agger komum við um tíuleytið um kvöldið.

Í Agger hittum við Maju mágkonu og hennar fjölskyldu. Þar urðu fagnaðarfundir, enda langt síðan margir hafa sést og nálgast áratuginn að systkinin þrjú hafa hists í einu.

Eitthvað af myndum var tekið, en ég skrifa þessar bloggfærslur á lítinn iPod touch, og upphleðsla á myndum í gegnum hann án tölvu er eitthvað sem ég kann ekki á.

En þær fylgja síðar og einhverjar frásagnir vonandi um veruna í Danmörku.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...