1. desember 2009

Nostalgían

Eitthvað varð mér hugsað til þess áðan að nú eru að verða fjögur ár frá því við fluttum til Namibíu í seinna skiptið. Í kjölfarið kíkti ég á fyrstu dagbókarfærslunar mínar hér á blogspot. Byrjaði að blogga á 19 ára brúðkaupsafmælinu okkar Gulla. Það var um árið 2005, ef einhver er að reyna að reikna.

Mikið er gaman að hafa nennt að setja inn þessar færslur. Ég gleymdi mér alveg yfir þessu. Myndir af Rúnari Atla og Tinnu Rut og ýmsar skemmtilegar sögur sem ég var búinn að gleyma. Sem sagt, nostalgíutripp hjá mér í kvöld. Og rauðvínsflaska með.

Fúlt að maður skuli ekki hafa haldið dagbók alla ævi.

Elli, það væru sjálfsagt einhverjar skemmtilegar sögur til frá níunda áratugnum, eða hvað?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er nú kanski eins gott að þær bækurnar eru ekki til, hræddur um að börnunum ykkar mundi finnast það mjög vandræðalegt :-)
Doddi

Nafnlaus sagði...

Já ég er nú eiginlega sammála Dodda í þessu máli, ég er ekk viss um að það sé holt fyrir börnin að lesa slíkt :-)

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...