Fyrr en nú.
Við feðgarnir fórum í bakstur seinnipartinn í dag. Hér er guttinn með húseiningarnar nýkomnar úr ofninum.

Þegar búið var að líma húsið saman, þá kom að skreytingu. Og þá er best að einbeitingin sé í lagi...

Hér eru hreyknir bakarar með afraksturinn.

Gripurinn fékk síðan heiðursess á skenknum hennar Gullu (takið eftir strumpunum).

Engin ummæli:
Skrifa ummæli