18. desember 2009

Piparkökuhús!

Oft hefur verið rætt um á þessum bæ að baka piparkökuhús fyrir jól. En aldrei hefur orðið af því.

Fyrr en nú.

Við feðgarnir fórum í bakstur seinnipartinn í dag. Hér er guttinn með húseiningarnar nýkomnar úr ofninum.


Þegar búið var að líma húsið saman, þá kom að skreytingu. Og þá er best að einbeitingin sé í lagi...


Hér eru hreyknir bakarar með afraksturinn.


Gripurinn fékk síðan heiðursess á skenknum hennar Gullu (takið eftir strumpunum).

Nú er bara að hefja hönnunarvinnu fyrir næsta ár.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...