3. desember 2009

Allt að verða tilbúið

Brottför til Íslands á morgun. Allt er að verða tilbúið. Síðasti vinnudagurinn á þessu ári var hjá vinnufólkinu í dag. Fór ég hamförum í að tæma ísskápinn og búrið og gaf þeim. Ekki þýðir að mæta í myglulykt á nýju ári. Nú er ekki matarsnifsi til á bænum. Enda er stefnan sett á kínverskan matsölustað á eftir. Svo eigum við Tinna Rut stefnumót í fyrramálið á Café Schneider í morgunmat.

Í kvöld þarf svo að pakka í töskur.

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

kúl... gangi ykkur vel á ferðalaginu og reyndu nú að týna ekki farangrinum ;)

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...