Ég verð 45 ára eftir nokkra daga. Í dag hins vegar áttum við Gulla 23 ára brúðkaupsafmæli.
45 - 23 = 22
Það er á hreinu, ég er búinn að vera giftur (sömu konunni) meirihluta ævinnar.
Og hvað var svo gert í tilefni dagsins?
Jú, við fórum á ljósmyndastofu og létum taka fjölskyldumyndir. Mest var þetta þó í tilefni útskriftar Tinnu Rutar en þó voru teknar nokkrar myndir af hjónunum.
Dagmar Ýr bauð svo Rúnari Atla að gista heima hjá sér. Þáði hann boðið með þökkum. Við Gulla áttum þar með góðan möguleika á að fara tvö ein út að borða. Gerðum við það. Fórum við á Hamborgarabúlluna við Geirsgötu, skáluðum í kóki og gæddum okkur á fínum hamborgurum og frönskum. Ekki slæmt...
Enduðum svo á rúnti um bæinn.
14. desember 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Til hamingju með daginn!
Skrifa ummæli