Þá hófst sumarfríið mitt í dag. Vaknaði um sjöleytið, en við Rúnar Atli höfðum ákveðið að fara í morgunsund saman. Við löbbuðum svo út í Breiðholtslaug. Launhált á göngustígunum.
En mikið er gott að fara í sundlaugar borgarinnar. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem ég sakna mest frá Íslandi, þá væru það sundlaugarnar. Alveg var meiriháttar að svamla í lauginni með syninum, loftið tært og hreint, og tunglið hálft á himininum. Laugarnar eru ábyggilega einhver besta heilsulind okkar Íslendinga.
Annars var deginum eytt í ýmiskonar snatt. Endurnýja þarf vegabréf, fá bankakort með nýjum myndum og bara svona sitt lítið af hverju. Rúnar Atli fór í skoðun hjá tannlækninum. Honum finnst mjög spennandi að fara til tannlæknisins. Var hann farinn að rella um að fara til tannsa þremur tímum áður en mæting var. „Getum við ekki farið núna til tannlæknisins...?“
Á eftir kíkir Dagmar Ýr í mat, þ.a. öll fjölskyldan borðar saman. Gerist ekki oft.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli