Loksins er allt að verða tilbúið. Búinn að pakka í töskurnar og ipoddar hlaðnir svo nú er bara að fara í háttinn. Svo mæti ég til vinnu í fyrramálið og Rúnar Atli í leikskóla. Uppúr hádegi þurfum við svo að rúlla út á flugvöll. Síðan flogið til Jóhannesarborgar, svo til Lundúna og þaðan til Keflavíkur.
Létt og löðurmannlegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli