8. desember 2009

Íslandið mitt

Við Tinna Rut fórum á Domino's áðan. Ríkisrekna pitsustaðinn. Í þann mund er við göngum inn um dyrnar þá hellir vaktstjórinn, ung og hugguleg stúlka, sér yfir kokkaliðið sem er þarna. Kannski ekki í frásögur færandi. Þó vakti eftirtekt mína að þessi yfirhalning fór fram á pólsku. Ég var eiginlega hálffeginn að tala ekki það tungumál. En mér sýndist að þeir fjórir starfsmenn sem voru þarna inni væru allir af pólskum uppruna.

Ísland er land mitt...

1 ummæli:

Gulla sagði...

gaman að fjölbreytninni

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...