Sit heima í Æsufellinu og hripa þessi orð á blað. Er nú orðinn frekar slæptur, enda komið fram yfir namibískan háttatíma. Vel gekk heim frá Lundúnum. Smátöf þegar einn farþeginn kvartaði yfir veikindum. Auðvitað var læknir um borð. Og reyndar dýralæknir líka. En við töfina þá töpuðum við okkar stæði í brottfararröðinni frá flugvellinum og því þurfti að bíða í góða stund áður en hægt var að troða flugvélinni aftur inn í röðina. Við lentum því hálftíma síðar í Keflavík en áætlað.
Svo var auðvitað farið í fríhöfina og tollurinn keyptur. Ja, víntollurinn, spái lítið í aðra tolla. Auðvitað fylltist innkaupakerran af ýmiskonar sælgæti og gotteríi. Tilheyrir.
Á meðan ég var í fríhöfninni náði Tinna Rut í töskurnar af færibandinu. Töskurnar komu að sjálfsögðu allar.
Gulla og Dagmar Ýr tóku síðan á móti okkur og urðu auðvitað fagnaðarfundir. Hvað annað? Svo þurfti að troða öllum töskum í bílinn og aka til Reykjavíkur.
Gott að vera kominn heim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
1 ummæli:
Velkomin heim kæri bróðir, mjög skrítið að allar töskurnar hafi komist alla leið svona miðað við fyrri ferðalög haha..
Skrifa ummæli