Ekki má nú kæfa svona ákafa, finnst mér. Því dró ég hníf upp úr eldhússkúffunni, rétti drengnum hann og bað hann að snyrta til belgbaunirnar. Ekki er ofsögum sagt að verkið var unnið af mikilli alvöru og samviskusemi. Mikil upphefð að fá að nota hníf. Auðvitað var farið varlega og leiðbeiningum fylgt út í ystu æsar.

Þegar verkinu lauk, náði drengurinn í símann og hringdi í móður sína. „Mamma, pabbi leyfði mér að nota hníf!“
Skyldi ég vera í vandræðum?
Ætli það.
1 ummæli:
Flottur
Skrifa ummæli