26. nóvember 2009

Ferðatími ársins

Jæja, þá er enn komið að þessu. Íslandsför á næsta leyti. Enda jólin á næstu grösum. Áðan keyrðum við Tinna Rut hana Gullu út á flugvöll. Hún tekur forskot á sæluna og lendir á Íslandi seinnipartinn á morgun. Rúnar Atli nennti ekki út á völl. Hann vildi bara leika sér...

En núna liggur Gulla ábyggilega í nuddi á flugvellinum í Jóhannesarborg. Og ég strita sveittur í eldhúsinu á meðan...

Við hin leggjum af stað á föstudaginn í næstu viku.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...