10. nóvember 2009

Jólin nálgast

Æ fjölgar ummerkjum þess að jólin nálgast. Núna síðast sá ég körfubíl frá borginni að setja upp jólaljós í lystigarðinum andspænis skrifstofunni minni. Fyrir nokkrum dögum sá ég verið að hengja upp grenigreinar í lítilli verslanamiðstöð sem ég fer stundum í. Svo eru auðvitað jólavörurnar farnar að tínast inn í búðirnar. Jólatré og -seríur komnar á áberandi stað í stórverslunni Game. Jólasúkkulaðidagatölin má kaupa í matvörubúðinni og svo mætti lengi telja.

Og þó...

Það er ekki enn farið að spila jólalögin í útvarpinu. Vonandi verður smábið á því svo ég verði ekki orðinn hundleiður á jólalögum vikunni fyrir jól.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...